Þróttarar spila í Jako næsta sumar

Þróttur Vogum og Namo hafa gert með sér samning um að meistaraflokkur og yngriflokkar Þróttar spili í Jako búningum næstu fjögur árin. Samningur þess efnis var undirritaður í morgun. Namo mun selja Þrótti æfingagalla og margt annað fyrir alla aldurshópa í verslun sinni í Kópavogi.

„Við erum mjög ánægðir með þennan samning enda býður Jako uppá góðar vörur og iðkendur verða stórglæsilegir í þessum búningum og verkefnið þegar farið af stað,“ sagði Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, í tilkynningu frá félaginu.