Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Þróttarar sóttu þrjú stig á Skagann
  • Þróttarar sóttu þrjú stig á Skagann
Fimmtudagur 18. ágúst 2016 kl. 09:37

Þróttarar sóttu þrjú stig á Skagann

Þróttarar gerðu góða ferð upp á Skipaskaga í gærkvöldi þegar Káramenn voru heimsóttir í 3. deild karla í fótbolta. Leikurinn fór fram á aðalvelli ÍA einum sögufrægasta velli landsins. Þróttarar höfðu 2-3 sigur í spennandi leik.

Staðan var 2-1 fyrir Kára eftir fjörugan fyrri hálfleik, en það var Tómas Ingi Urbancic sem skoraði fyrir Þróttara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þróttarar komu grimmir í seinni hálfleikinn og það var Jökull Sverrisson sem jafnaði metin 2-2 með glæsilegu marki á 57. mín. Jökull smellhitti boltann fyrir utan vítateiginn og markvörður Kára átti ekki möguleika. Eitt af glæsilegri mörkum sumarsins.

Þróttarinn Tómas Ingi Urbancic skoraði beint úr aukaspyrnu á 61. mín gull af marki en dómarinn dæmdi það af vegna þess að um var að ræða óbeina aukaspyrnu. Káramenn brunuðu í kjölfarið í skyndisókn og skoruðu en markið dæmt af vegna rangstæðu.

Það var svo eftir frábæran undirbúning Vignis Daníel sem Þróttarar skoruðu sigurmarkið í leiknum 2-3 og Kristinn Hjartarsson kláraði færið sitt mjög vel á fjærstönginni.