Þróttarar slátruðu Hómer
Suðurnesjaliðin tryggðu sig áfram í bikarkeppni KSÍ í gær. Sigrar Suðurnesjamanna voru misöruggir en Reynismenn frá Sandgerði fundu taktinn og skoruðu sjö mörk gegn Grundfirðingum. Þrótttur Vogum sigraði 4. deildarlið Hómer með þremur mörkum gegn engu en Grindvíkingar lentu í örlitlu basli í Þorlákshöfn. Hér að neðan má sjá markaskorara.
Ægir 3 - 4 Grindavík
Mörk Grindavíkur: Stefán Pálsson 2, Juraj Grizelj víti, Daníel Leó Grétarsson.
Reynir S. 7 - 0 Grundarfjörður
Mörk Reynis: Gunnar Wigelund 3, Guðmundur Gísli Gunnarsson, Pétur Þór Jaidee, Egill Jóhannsson, Deividas Leskys.
Þróttur Vogum 3 - 0 Hómer
Reynir þór Valsson, Bragi Bergmann Ríkharðsson, Arnar Smárason (víti)