Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttarar skelltu toppliðinu - Víðir tapaði á heimavelli
Þróttarar úr Vogum hafa verið að gera ágæta hluti í 2. deildinni í sumar. VF-mynd/MarteinnÆgisson.
Sunnudagur 9. september 2018 kl. 13:16

Þróttarar skelltu toppliðinu - Víðir tapaði á heimavelli

Topplið Aft­ur­eld­ing­ar tapaði óvænt 1-2 fyr­ir Þrótti Vogum á heima­velli í 2. deild karla í fót­bolta í gær. Víðismenn töpuðu fyrir Gróttu.

Jose Gonza­lez kom Aft­ur­eld­ingu yfir strax á 1. mín­útu en þeir Sverr­ir Bartolozzi 9. mínútu og Örn Rún­ar Magnús­son 44. mínútu sneru tafl­inu við fyr­ir Þrótt áður en flautað var til hálfleiks. Fleiri urðu mörk­in ekki á Varmár­velli. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grótta nýtti sér tap Aft­ur­eld­ing­ar og jafnaði toppliðið að stig­um með 2:1-sigri á Víði. Kristó­fer Orri Pét­urs­son skoraði tvö mörk fyr­ir Gróttu á fyrstu 20 mín­út­un­um áður en Andri Gíslason lagaði stöðuna fyr­ir Víði með marki á 29. mín­útu og þar við sat. 

Þegar tvær umferðir eru eftir þá eru Þróttarar í sjötta sæti með 30. stig. Víðismenn eru í áttunda sætinu með 23. stig og öruggir með sæti í deildinni að ári.