Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttarar semja við fyrrverandi leikmann ensku úrvalsdeildarinnar
Marc Wilson leikur með Þrótturum og verður hluti af þjálfarateymi liðsins. Mynd af vef Þróttar
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 6. maí 2021 kl. 10:00

Þróttarar semja við fyrrverandi leikmann ensku úrvalsdeildarinnar

Marc Wil­son, fyrr­ver­andi landsliðsmaður Írlands og leikmaður í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu um ára­bil, er geng­inn til liðs við 2. deild­arlið Þrótt­ar í Vog­um, leik­ur með því í sum­ar og verður í þjálf­arat­eym­inu.

Wil­son er 33 ára gam­all og lék áður með Ports­mouth, Stoke, Bour­nemouth og WBA í úr­vals­deild­inni frá 2008 til 2017, alls 181 leik, og þá lék hann með Yeovil, Lut­on, Sund­erland og Bolt­on. Hann var síðast leikmaður Bolt­on í B-deild­inni tíma­bilið 2018–2019. Wil­son lék 25 A-lands­leiki fyr­ir Írland á ár­un­um 2011 til 2016.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Wil­son kemur vafalaust til með að styrkja Þróttara í baráttu um sæti í Lengjudeildinni, hann var sam­herji Her­manns Hreiðars­son­ar, þjálf­ara Þrótt­ar í Vog­um, á sín­um tíma og samhliða því að leika með Þrótti verður hann með þeim Her­manni og Andy Pew í þjálf­arat­eymi liðsins en Wilson er að afla sér þjálf­ara­rétt­inda.