Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttarar öruggir í Lengjudeildina
Hermann Hreiðarsson hefur komið Þrótturum upp í Lengjudeildina í fyrsta sinn.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 4. september 2021 kl. 19:47

Þróttarar öruggir í Lengjudeildina

Nú þegar öllum leikjum í tuttugustu umferð annarrar deildar karla í knattspyrnu er lokið er ljóst að Þróttur Vogum mun leika í næstefstu deild á næsta ári í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Eftir tuttugu umferðir eru Þróttarar efstir með 41 stig en KV er í öðru sæti með 37 stig. Völsungar, sem eru í þriðja sæti með 36 stig, misstigu sig í síðasta leik umferðarinnar þegar þeir töpuðu fyrir Magna Grenivík sem léku manni færi allan síðari hálfleik.

Nú þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu er ómögulegt fyrir bæði lið, KV og Völsungur, að komast upp fyrir Þrótt þar sem þau eiga innbyrðis viðureign eftir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það hefur verið mikill uppgangur í knattspyrnunni í Vogum og Þróttarar voru hársbreidd frá þessum árangri á síðasta tímabili – en það tókst nú.

Til hamingju Þróttarar!

Þróttarar fagna 1:0 sigri á KV, sem er í öðru sæti, fyrr í sumar.