Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þróttarar of seinir í gang
Þróttarar mæta Fjölni á útivelli í næstu umferð. Mynd frá fyrri leik liðanna
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 18. júlí 2022 kl. 10:58

Þróttarar of seinir í gang

Þróttur tók á móti HK í gær í Lengjudeild karla en um var að ræða leik sem átti að spila í fimmtu umferð. Þróttarar náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Grindavík í síðasta leik en voru nálægt því að jafna undir lok leiks. Lokatölur 1:2.

Gestirnir voru sterkari aðilinn framan af og komust yfir á 21. mínútu þegar þeir náðu að spila sig auðveldlega í gegnum vörn Þróttar. Heimamenn voru eftirbátar HK-inga í fyrri hálfleik og hefði munurinn getað verið meiri en gestirnir leiddu með einu marki í hálfleik.

Í seinni hálfleik hélt HK áfram að vera sterkari aðilinn og þegar um korters var liðið af hálfleiknum fengu gestirnir vítaspyrnu. Stefán Rafal Daníelsson náði ekki að verja vítið og HK tvöfaldaði forystuna (62').

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þróttarar settu í gírinn eftir seinna markið og fóru að setja meiri pressu á andstæðingana. Það skilaði marki tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Haukur Darri Pálsson setti boltann í netið (88'). Markinu fylgdi önnur sókn heimamanna sem varnarmaður HK náði að stoppa með því að setja boltann í horn. Þróttarar pressuðu vel á lokamínútunum og voru nærri því að jafna leikinn en tíminn vann ekki með þeim og leikurinn fjaraði út.

Hans Mpongo sýndi góða takta í sínum fyrsta leik með Vogamönnum þegar Þróttur lagði granna sína í Grindavík að velli. Lítið sást til hans í leiknum í gær.

Þróttarar sitja enn í neðsta sæti eftir tólf umferðir en það má greina mikla framför hjá liðinu og þarf ekki mikið að gerast til að þeim takist að hýfa sig ofar á töflunni.