Þróttarar með stórsigur á liði Stokkseyrar
Þróttur Vogum heimsótti lið Stokkseyrar í gærkvöldi og unnu sannfærandi 0-7 sigur. Reynir Þór Valsson skoraði þrennu, Magnús Ólafsson var með tvö mörk. Jónas Bergsteinsson og Freyr Brynjarsson báðir með eitt mark.
Sigur Þróttara var sannfærandi og í hálfleik var staðan 0-3 fyrir Þrótturum. Þróttarar notuðu allar sínar skiptingar í seinni hálfleik og bekkurinn skilaði fjórum mörkum í seinni hálfleik.
Margir stuðningsmenn Þróttar gerðu sér ferð austur til að hvetja liðið í toppbaráttu fjórðu deildar. Þróttarar eru í öðru sæti riðilsins og aðeins tveimur stigum á eftir toppliði KFG. Næsti leikur liðsins verður miðvikudaginn 17. júlí á móti Kóngunum og fer leikurinn fram á Vogavelli.