Þróttarar með jafntefli og Víðir tapaði fyrir toppliði 2. deildar

-Nágrannaslagur í Vogum á þriðjudaginn

Þrótt­ur V. og Leikn­ir F. gerðu svo marka­laust jafn­tefli á Voga­bæj­ar­velli í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þrótt­ur er í sjö­unda sæti deild­ar­inn­ar með 23. stig. Var þetta fimmta jafntefli Þróttara í síðustu sex leikjum.

Víðismenn heimsóttu Vestra á laugardaginn og tapaðist leikurinn 3-1. Pét­ur Bjarna­son kom Vestra yfir á þriðju mín­útu, en Mahdi Hadra­oui jafnaði úr víti aðeins fjór­um mín­út­um síðar. Serg­ine Modou Fall skoraði hins veg­ar tvö mörk fyr­ir Vestra áður en fyrri hálfleik­ur­inn var all­ur og mörk­in urðu ekki fleiri. Víðismenn eru í áttunda sæti deildarinnar með 16. stig

 
Á þriðjudaginn fer fram nágrannaslagur í Vogum er Þróttarar fá Víðismenn í heimsókn. Hefst leikurinn kl. 19:15. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Þróttara 1-2 í Garðinum.