Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttarar með góðan sigur fyrir austan
Mánudagur 14. júlí 2014 kl. 09:15

Þróttarar með góðan sigur fyrir austan

Þróttarar skelltu sér austur á Hornafjörð og unnu stórsigur á  Ungmennafélagi Mána í 3. deild karla í knattspyrnu. Vogamenn voru töluvert sterkari og það var gegn gangi leiksins að Mánamenn komust yfir með marki úr vítaspyrnu á  23. mínútu. Emil Daði Símonarson jafnaði leikinn á 35. mín. Vogamenn byrjuðu seinni hálfleikinn með látum. Skoruðu þrjú mörk á fyrstu 15. mínútunum. Mörkin gerðu Páll Guðmundsson, Reynir Þór Valsson og Hinrik Hinriksson. Það var svo Haukur Hinriksson sem skorðaði fimmta mark Þróttara í leiknum og lauk leiknum með öruggum sigri Vogamanna 1-5.

Þróttarar eru í öðru sæti með 16 stig, þremur stigum á eftir KH en fimm stigum á undan Vatnaliljunum sem eru í þriðja sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024