Þróttarar jöfnuðu í uppbótartíma og Víðismenn úr fallsæti

- Magnús Þórir skoraði þrennu í sigri Reynismanna

Fjarðabyggð og Þrótt­ur Vog­um gerðu 2-2 jafn­tefli á Eskju­velli sl. laugardag en öll mörk­in komu í síðari hálfleik. Viktor Smári Segatta kom Þrótturum yfir en Ni­kola Stojanovic og Al­eks­and­er Stoj­kovic breyttu stöðunni í 2-1 fyr­ir Fjarðabyggð þegar skammt var eftir en Hrólfur Sveinsson jafnaði hins veg­ar leik­inn á síðustu mín­út­unni fyrir Þróttara. Þróttarar eru nú í fimmta sæti 2. deildar og aðeins þremur stigum frá toppliðunum. 

Andri Gísla­son skoraði eina mark Víðismanna í 1-0 sigri á Leikni frá Fá­skrúðsfirði í 2. deild karla en leikurinn fór einnig fram sl. laugardag. Sig­ur­mark leiks­ins kom á 15. mín­útu en með því eru Víðis­menn komnir með níu stig og í tí­unda sæti. Tinda­stóll er nú í næst ­neðsta sæti með sjö stig í 2. deildinni.

Reynir sigraði Mídas sannfærandi á útivelli á miðvikudaginn í síðustu viku og urðu lokatölur leiksins 1-5. Reynir er á toppi B- riðils 4. deildar, Magnús Þórir Matthíasson skoraði þrennu í fyrri hálfleik fyrir Reynismenn.

Næstu leikir:
Huginn - Þróttur 21. júlí
Höttur - Víðir 21. júlí
Reynir - SR 18. júlí