Þróttarar í umspil um sæti í 3. deild þrátt fyrir tapleik
Þróttur í Vogum tapaði í gær gegn liði Hvíta Riddarans í seinni undanúrslitaleik liðanna í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Lokatölur urðu 1-3.
Þrátt fyrir tapaði komast Vogamenn í úrslitaviðureign um laus sæti í 3. deild því þeir voru með gott forskot eftir fyrri leikinn sem þeir unnu 4-0.
Það varð ótrúlegur viðsnúningur í leiknum að sögn Marteins Ægissonar formanns Þróttar. Þeir gulu úr Vogunum voru síst lakari aðilinn en Hvíti Riddarinn nýtti færin sín betur.
Þróttur eru komnir í undanúrslit og mæta þar liði ÍH í hreinum úrslitaleikjum um hvort liðið kemst upp í 3. deild.