Þróttarar hefja leik í úrslitakeppni
Á morgun, laugardag, mæta heimsækja Þróttarar lið Hvíta Riddarans í 8. liða úrslitum 4. deildar karla. Er þetta fyrri leikur liðanna. Fer leikurinn fram á N1-vellinum Varmá í Mosfellsbæ.
Seinni leikur liðanna fer svo fram á Vogabæjarvelli á þriðjudaginn kemur og hefst klukkan 17:30.
Er þetta annað árið í röð sem Þróttarar komast í úrslitakeppnina en í fyrra voru þeir hárbreidd frá því að komast upp um deild.
Þróttarar tóku í notkun nýtt æfingasvæði árið 2012 og með tilkomu þess hefur orðið mikill uppgangur hjá félaginu.