Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þróttarar fóru taplausir í gegnum deildarkeppnina
Jón Arnór Sverrisson lék fyrri hálfleik með Þrótti á föstudaginn en hann var einnig í byrjunarliði knattspyrnuliðs Hafna sem lék lokaleikinn í Lengjubikarnum sama kvöld. Meira um það í Víkurfréttum vikunnar. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 29. mars 2023 kl. 09:32

Þróttarar fóru taplausir í gegnum deildarkeppnina

Körfuknattleikslið Þróttar vann 2. deild karla með yfirburðum en liðið vann alla tuttugu leikina sem það spilaði. Á föstudag léku Þróttarar gegn KRb í Vogabæjarhöllinni og lauk þeim leik með 95:73 sigri heimamanna.

Leiktíð Þróttarara er ekki alveg búin því framundan er úrslitakeppnin og þeir stefna á að fara taplausir í gegnum hana líka, markmiðið er sæti í 1. deild að ári.

Úrslitakeppnin hefst næstkomandi laugardag en þá tekur Þróttur á móti Leikni Reykjavík í undanúrslitum og hefst leikurinn klukkan 17:00 í Vogabæjarhöllinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Arnór Ingi Ingason, fyrirliði Þróttar, hleður í skot ... örugg tvö stig.
Magnús Pétursson setur niður þrist á móti KRb. Magnús hefur verið á láni frá Keflavík til að fá fleiri spilamínútur.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var staddur í Vogum á föstudag og tók meðfylgjandi myndir.