Þróttarar fóru taplausir í gegnum deildarkeppnina
Körfuknattleikslið Þróttar vann 2. deild karla með yfirburðum en liðið vann alla tuttugu leikina sem það spilaði. Á föstudag léku Þróttarar gegn KRb í Vogabæjarhöllinni og lauk þeim leik með 95:73 sigri heimamanna.
Leiktíð Þróttarara er ekki alveg búin því framundan er úrslitakeppnin og þeir stefna á að fara taplausir í gegnum hana líka, markmiðið er sæti í 1. deild að ári.
Úrslitakeppnin hefst næstkomandi laugardag en þá tekur Þróttur á móti Leikni Reykjavík í undanúrslitum og hefst leikurinn klukkan 17:00 í Vogabæjarhöllinni.
Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var staddur í Vogum á föstudag og tók meðfylgjandi myndir.