Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

Þróttarar fögnuðu sigri í nágrannaslagnum við Reyni
Laugardagur 16. júlí 2016 kl. 11:16

Þróttarar fögnuðu sigri í nágrannaslagnum við Reyni

Þróttur í Vogum fór með sigur í nágrannaslagnum við Reyni í Sandgerði í leik liðanna í gær. Lokatölur urðu 2-0 fyrir heimamenn.

Kristinn Aron kom Þrótti yfir eftir sendingu frá Kára Eiríkssyni á 19. mínútu. Annar leikurinn í röð sem Kristinn Aron skorar. Reynismenn þjörmuðu vel að Þrótturum en inn vildi ekki boltinn. Það var síðan á 87. mínútu sem Þróttarinn Hilmar Þór átti glæsilega sendingu inná Magnús Ólafsson sem lagði hann fyrir sig, lék glæsilega á varnarmann Reynis og gaf hann á Kára sem setti hann glæsilega í netið.

Með þessum góða sigri eru Þróttarar komnir í 5. sætið með 13. stig eftir 9 leiki. Reynismenn eru í 4. sætinu með 15. stig. Það var að venju vel mætt á völlinn og Þróttarar sælir eftir sigurinn í sumarblíðunni.

Bílakjarninn
Bílakjarninn