Þróttarar enn ósigraðir
2-4 sigur á KFG
Þróttur Vogum heldur áfram að marsera í átt að sæti í 3. deild en liðið bar sigurorð af KFG í hörkuleik í Garðabænum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 2-4.
KFG komst yfir eftir 30 mínútna leik og var staðan 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik. Kristjánn Steinn Magnússon jafnaði fyrir Þrótt á 62. mínútu en Garðbæingar komust yfir aðeins tveimur mínútum síðar.
Kristinn Ægir Hjartarson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Andri Gíslason sáu svo um að sigla þremur stigum í höfn Þróttara með þremur mörkum á 7 mínútna tímabili án þess að heimamenn gátu svararð fyrir sig.
Með sigrinum slíta Þróttarar sig enn frekar frá næstu liðum og hafa nú 6 stiga forskot á KFG og einn leik til góða. Liðið er enn ósigrað og stefnir hraðbyri að sæti í umspili um laust sæti í 3. deild að ári.