Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttarar enn ósigraðir
Þróttarar geta verið kátir með lífið þessa dagana.
Föstudagur 24. júlí 2015 kl. 16:00

Þróttarar enn ósigraðir

2-4 sigur á KFG

Þróttur Vogum heldur áfram að marsera í átt að sæti í 3. deild en liðið bar sigurorð af KFG í hörkuleik í Garðabænum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 2-4. 

KFG komst yfir eftir 30 mínútna leik og var staðan 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik. Kristjánn Steinn Magnússon jafnaði fyrir Þrótt á 62. mínútu en Garðbæingar komust yfir aðeins tveimur mínútum síðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristinn Ægir Hjartarson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Andri Gíslason sáu svo um að sigla þremur stigum í höfn Þróttara með þremur mörkum á 7 mínútna tímabili án þess að heimamenn gátu svararð fyrir sig.

Með sigrinum slíta Þróttarar sig enn frekar frá næstu liðum og hafa nú 6 stiga forskot á KFG og einn leik til góða. Liðið er enn ósigrað og stefnir hraðbyri að sæti í umspili um laust sæti í 3. deild að ári.