Þrjú mörk og þrjú stig hjá Keflavík
Keflvíkingar hafa náð að hrista af sér jafnteflisdrauginn með góðum þriggja marka sigri á Haukum í Inkasso-deildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Liðin mættust á Nettó-vellinum í Keflavík í kvöld í ískaldri norðanátt, brunabrælu frá kísilveri og þá rigndi um stund, eitthvað sem ekki er algengt í norðanátt.
Frans Elvarsson kom Keflavík yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Ísak Óli Ólafsson bætti við öðru marki Keflavíkur á 52. mínútu og Marko Nikolic skoraði þriðja og síðasta mark Keflvíkinga.
Keflvíkingar eru með 9 stig og eru í 5. sæti deildarinnar.