Þrjú gull til Suðurnesjamanna í Motocross
Suðurnesjamenn unnu til þriggja gullverðlauna á bikarmóti Vélhjólaíþróttafélags Reykjaness í dag. Gylfi Freyr Guðmundsson sigraði í meistaraflokki 125cc hjóla, Aron Ómarsson í unglingaflokki og Sara Ómarsdóttir hafði sigur í kvennaflokki.
Mótið fór fram á Sólbrekkubraut ofan við Seltjörn. Þetta var fyrsta mótið sem haldið hafur verið þar í áraraðir og fór afar vel fram í blíðskaparveðri. 30 til 40 keppendur tókust þar á og voru þeir víðs vegar af landinu. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, lét sig ekki vanta og startaði keppni í flokki MX 1 og 2.
Brautin var opnuð fyrir stuttu og hefur verið mikil aðsókn í hana þar sem vélhjólamenn af svæðinu hafa tekið þessari nýjung fegins hendi. Íslenskir Aðalverktakar voru stærstu styrktaraðilarnir við gerð brautarinnar en Landsbankinn, Sparisjóðurinn og fleiri hjálpuðu einnig til við að láta þennan draum vélhjólamanna rætast.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Mótið fór fram á Sólbrekkubraut ofan við Seltjörn. Þetta var fyrsta mótið sem haldið hafur verið þar í áraraðir og fór afar vel fram í blíðskaparveðri. 30 til 40 keppendur tókust þar á og voru þeir víðs vegar af landinu. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, lét sig ekki vanta og startaði keppni í flokki MX 1 og 2.
Brautin var opnuð fyrir stuttu og hefur verið mikil aðsókn í hana þar sem vélhjólamenn af svæðinu hafa tekið þessari nýjung fegins hendi. Íslenskir Aðalverktakar voru stærstu styrktaraðilarnir við gerð brautarinnar en Landsbankinn, Sparisjóðurinn og fleiri hjálpuðu einnig til við að láta þennan draum vélhjólamanna rætast.
VF-mynd/Þorgils Jónsson