Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þrjú frá Suðurnesjum í golflandsliðin
Þriðjudagur 17. júlí 2007 kl. 15:53

Þrjú frá Suðurnesjum í golflandsliðin

Þrír kylfingar frá Golfklúbbi Suðurnesja hafa verið valdir fyrir Íslands hönd til að taka þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku fyrstu vikuna í ágúst. Íslenski hópurinn fer til Danmerkur þann 1. ágúst næstkomandi. Ólafur Jóhannesson golfkennari hjá GS var valinn í karlaliðið 35 ára og eldri og Magdalena Þórisdóttir var valin í kvennalið 50 ára og eldri ásamt Ingibjörgu Bjarnadóttur.

 

Íslensku liðin eru skipuð eftirtöldum kylfingum:

 

Stúlknaliðið, undir 18 ára:

Jódís Bóasdóttir, Signý Arnórsdóttir og Ragna Björk Ólafsdóttir, allar úr GK, og Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GKG.

 

Piltaliðið:

Björn Guðmundsson GA, Andri Már Óskarsson GHR, Axel Bóasson úr GK og Haraldur  Franklín Magnús úr GR.

 

Karlalið, 35 ára og eldri:

Björgvin Sigurbergsson GK, Sigurður Pétursson  GR, Ólafur Jóhannesson  GS og Sigurbjörn Þorgeirsson  GÓ.

 

Kvennalið, 35 ára og eldri:

María Guðnadóttir  GKG, Þórdís Geirsdóttir og Anna Jódís Sigurbergsdóttir úr GK og  Ágústa Dúa Jónsdóttir.

 

Karlalið, 50 ára og eldri:

 Jón Haukur Guðlaugsson úr GO, Rúnar S. Gíslason úr GR, Viðar Þorsteinsson úr GA og Óskar Sæmundsson úr GR.

 

Kvennalið, 50 ára og eldri:

Magdalena  Þórisdóttir GS, Jóhanna Ingólfsdóttir NK, Kristín Pálsdóttir GK og Ingibjörg Bjarnadóttir GS.

 

Aldrei áður  hefur svo stór hópur íslenskra kylfinga, 32 keppendur, farið á mót erlendis á vegum GSÍ. Leikið verður á tveimur völlum á Norðurlandamótinu; Frederikshafn Golfklúb og Hvide Klit vellinum sem eru á Norður-Jótlandi. Landsliðs 35+ og 50+ leika á Hvide Klit vellinun, en hin liðin í Frederikshafn.

 

Nánar á www.kylfingur.is

 

Mynd: Ólafur Jóhannesson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024