Þrjár úr Keflavík í leik landsliðs og pressuliðs
Gullmót Breiðabliks fór fram um sl. helgi en á mótinu keppa stúlkur í 2. - 6. flokki í knattspyrnu um allt land. Keflavík og Grindavík sendu lið á mótið og gekk báðum félögum ágætlega. Grindvíkingar urðu í 2. sæti í 6. flokki A og fengu háttvísiverðlaun í sínum flokki en lið Keflavíkur lentu í 4. - 6. sæti í öllum flokkum. Á sunnudeginum var spilaður leikur á milli landsliðs og pressuliðs í 3. flokki og voru þrjár stúlkur úr Keflavík sem voru valdar til að spila þann leik, þær Ragnheiður Theódórsdóttir, Mist Elíasdóttir og Helena Ýr Tryggvadóttir. Ragnheiður og Mist voru í Pressuliðinu en Helena var í Landsliðinu sem sgiraði 6-0 og skoraði Helena eitt mark. Þá þjálfaði Hulda Ósk Jónsdóttir Pressuliðið en hún er þjálfari 3. flokks Keflavíkur.