Þrjár úr Keflavík í landsliðshóp

Þrír leikmenn úr liði Keflavíkur eru í landsliðshóp Íslands í körfuknattleik kvenna en Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur nú valið hópinn sem tekur þátt í æfingamóti í Lúxemborg sem fram fer milli jóla og nýárs. Keflvísku leikmennirnir eru þær Birna Valgerður Benónýsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústdóttir.

Lið Keflavíkur er komið á gott skrið í Domino´s deild kvenna í körfu en þær unnu sinn fimmta leik í röð á dögunum. Í kvöld fer lið Keflavíkur til Borgarness og mætir Skallagrím í Domino´s deildinni og hefst leikurinn kl. 19:15.