Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Íþróttir

Þrjár frá Suðurnesjum í klappstýrukeppni DHL í Belgíu
Föstudagur 25. maí 2007 kl. 11:03

Þrjár frá Suðurnesjum í klappstýrukeppni DHL í Belgíu

Um helgina heldur vaskur hópur kvenna til Belgíu þar sem knattspyrnu- og klappstýrumót starfsmanna DHL um allan heim fara fram. Gert er ráð fyrir að um 3000 starfsmenn DHL víðsvegar að úr heiminum verði samankomnir í Belgíu um helgina til þess að gera sér glaðan dag og að sjálfsögðu fá úr því skorið hvaða land hefur á frambærilegust knattspyrnu- og klappstýruliðinum að ráða.

 

Níu kvenna hópur heldur í klappstýrumótið frá Íslandi og koma þrjár þeirra frá Reykjanesbæ en þetta er í þriðja sinn sem klappstýrur frá Íslandi taka þátt í keppninni. ,,Það munaði aðeins 6 stigum á því að við kæmumst í undanúrslitin í fyrra en að lokum voru það svo klappstýrur frá Tékklandi sem höfðu sigur,” sagði klappstýran Jónína Hermannsdóttir í samtali við Víkurfréttir.

 

DHL á Íslandi mun einnig tefla fram knattspyrnuliði í mótinu um helgina en íslenski hópurinn hélt utan í morgun. Klappstýruhóp DHL frá Íslandi að þessu sinni skipa þær:

 

Jónína Margrét Hermannsdóttir

Tinna Björk Haraldsdóttir

Guðrún María Vilbergsdóttir

Guðrún Tómasdóttir

Lilja Benediktsdóttir

Elín Friðjónsdóttir

Guðbjörg Pétursdóttir

Andrea Ösp Karlsdóttir

Guðlaug Jónsdóttir

 

Þorgils Jónsson blaðamaður og ljósmyndari hjá Víkurfréttum leit við á lokaæfingu hjá stelpunum og tók meðfylgjandi myndir en klappstýrurnar íslensku áttu ekki í neinum vandræðum með að vippa sér upp í pýramída og léku alls kyns kúnstir fyrir ljósmyndarann.

 

VF-myndir/ [email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bílakjarninn
Bílakjarninn