Þríþrautarmót í Reykjanesbæ á morgun
Þríþrautardeild UMFN heldur um helgina sitt fyrsta þríþrautarkeppni nk. laugardag þann 27. ágúst. Keppt verður annars vegar í sprettþraut sem hefst klukkan 10 um morguninn og kl. 13 hefst svo einföld fjölskylduþraut sem er liðakeppni.
Skráningin í báðar þrautir hafa farið fram úr björtustu vonum og undirbúningur hefur gengið vel. 3N félagar munu leggja mikið á sig til að framkvæmd keppninnar verði til fyrirmyndar.
Áhugasamir eru sérstaklega hvattir til að koma og fylgjast með og kynna sér sportið. Báðar þrautirnar, spretturinn og fjölskylduþrautin, eru einstaklega áhorfandavænar þar sem þær eru stuttar og hjóla- og hlaupaleiðir liggja í næsta nágrenni við Vatnaveröld. En keppnirnar hefjast á sundi í Vatnaveröld, færast svo yfir í hjólreiðar umhverfis Vatnaveröld og endar svo á hlaupi á sama svæði. Hægt er að nálgast loftmynd með merktum leiðum hér að neðan.
Þríþrautardeild UMFN heldur um helgina sitt fyrsta þríþrautarkeppni nk. laugardag þann 27. ágúst. Keppt verður annars vegar í sprettþraut sem hefst klukkan 10 um morguninn og kl. 13 hefst svo einföld fjölskylduþraut sem er liðakeppni.
Skráningin í báðar þrautir hafa farið fram úr björtustu vonum og undirbúningur hefur gengið vel. 3N félagar munu leggja mikið á sig til að framkvæmd keppninnar verði til fyrirmyndar.
Áhugasamir eru sérstaklega hvattir til að koma og fylgjast með og kynna sér sportið. Báðar þrautirnar, spretturinn og fjölskylduþrautin, eru einstaklega áhorfandavænar þar sem þær eru stuttar og hjóla- og hlaupaleiðir liggja í næsta nágrenni við Vatnaveröld. En keppnirnar hefjast á sundi í Vatnaveröld, færast svo yfir í hjólreiðar umhverfis Vatnaveröld og endar svo á hlaupi á sama svæði. Hægt er að nálgast loftmynd með merktum leiðum hér að neðan.
Skipuleggjendur segjast vera gríðarlega spenntir fyrir morgundeginum og vonir þeirra séu jafnvel að halda Íslandsmeistaramót hér í bæ að ári.