Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þríþraut er fyrir alla
Laugardagur 29. september 2012 kl. 12:17

Þríþraut er fyrir alla

Þríþrautardeild UMFN er nú á sínu öðru starfsári og ekki er hægt að segja annað en að starfið hafi farið vel af stað. Nú þegar eru margir iðkendur sem keppt hafa í hinum ýmsu tegundum tví- og þríþrauta og þó nokkrir hafa nú þegar klárað hálfan járnkarl.

Deildin hefur nú haldið tvö opin þríþrautarmót sem nú þegar eru orðin landsþekkt fyrir góða framkvæmd og skemmtilega stemningu. Mótið í ár var það stórt að ekki hefði verið unnt að taka inn fleiri keppendur. Deildin hélt sitt fyrsta reiðhjólamót í ár og var sömu sögu um það að segja. Metþátttaka og mikil stemning og ánægja með alla umgjörð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Deildin hefur uppá margt að bjóða og fólk þarf ekki að stunda allar íþróttirnar sem boðið er uppá til þess að geta orðið félagsmaður. Þvert á móti þá getur hver og einn einstaklingur valið sér eingöngu þá grein sem þeim hentar.

Ókeypis prufuvika

Vikuna 01. – 07. okt. mun deildin bjóða fólki að koma og kynna sér æfingarnar deildarinnar og annað sem boðið er upp á.

Þríþrautardeildin leggur áherslu á að allir geti verið með, þrátt fyrir aldur og fyrri störf. En elsti þríþrautarkappi landsins er einmitt í röðum 3N. Í ár varð hann 67 ára og í sumar hljóp hann 10km í Reykjavíkurmaraþoni og tók þátt í fjölskylduþraut 3N  með miklum glæsibrag. Það geta því allir verið með.