Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrír úr Reykjanesbæ í landsliðinu
Föstudagur 17. mars 2017 kl. 15:02

Þrír úr Reykjanesbæ í landsliðinu

Suðurnesjamennirnir Arnór Ingvi Traustason, Elías Már Ómarsson og Ingvar Jónsson eru allir í hóp A-landsliðs Íslands í fótbolta sem mætir Kósóvó þann 24. mars og Írlandi 28. mars. Leikurinn gegn Kósóvó sem er í undankeppni HM 2018 verður leikinn í Shkoder í Albaníu en leikurinn gegn Írlandi er vináttuleikur sem spilaður verður í Dublin.

Þessir leikmenn hafa verið í hópnum að undanförnu og fá enn á ný tækifæri til að sanna sig fyrir Heimi Hallgrímssyni þjálfara. Arnór og Ingvar voru sem kunnugt er í liðinu sem fór til Frakklands og gerði garðinn frægan á EM.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hópurinn í heild sinni.