Þrír Suðurnesjasigrar í kvennakörfunni
Öll þrjú Suðurnesjaliðin í Dominos-deild kvenna unnu góða heimasigra í dag. Keflavík vann öruggan sigur gegn Haukum í Toyota-höllinni. Lokatölur urðu 82-68 en Keflavík leiddi í hálfleik með 46-22. Pálína Gunnlaugsdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 19 stig en þær Ingunn Embla Kristínardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir komu næstar með 15 stig.
Grindavík vann óvæntan og frábæran 20 stiga sigur gegn KR í Röstinni í dag. Lokatölur urðu 80-60 fyrir Grindavíkurstúlkur sem þar með unnu sinn annan leik í deildinni. Ljóst er að þjálfaraskipti hefur hleypt nýju blóði í Grindavíkur liðið en Crystal Smith og Guðmundur Bragason stýra nú liðinu. Smith var stigahæst í dag en hún var með 24 stig. Petrúnella Skúladóttir og Helga Rut Hallgrímsdóttir komu næstar með 20 stig.
Njarðvík vann nauman sigur gegn Fjölni í Ljónagryfjunni í framlengdum leik, 95-94. Jafnræði var með liðunum og var staðan jöfn í hálfleik, 48-48. Íslandsmeistararnir úr Njarðvík náðu svo að knýja fram framlengingu með góðum endasprett. Sara Dögg Margeirsdóttir jafnaði leikinn með þriggja stiga skoti þegar það voru fjórar sekúndur eftir af venjulegum leiktíma, 87-87, og því þurfti að framlengja leikinn. Mikil spenna var svo í framlengingunni en Njarðvík náði klára dæmið og vinna góðan sigur.
Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eða alls 16 eftir 8 leiki. Njarðvík er með 6 stig í 5. sæti en Grindavík er með 4 stig í 7. sæti.
Grindavík-KR 80-60 (27-6, 19-16, 15-23, 19-15)
Stigaskor Grindavíkur: Crystal Smith 24/6 fráköst/7 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 20/13 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Helga Rut Hallgrímsdóttir 20/14 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 8, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 4, Berglind Anna Magnúsdóttir 2, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/4 fráköst..
Keflavík-Haukar 82-68 (19-6, 22-19, 20-22, 21-21)
Stigaskor Keflavíkur: Pálína Gunnlaugsdóttir 19/7 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 15/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 15/11 fráköst/4 varin skot, Bryndís Guðmundsdóttir 10/6 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 10/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/5 fráköst, Jessica Ann Jenkins 3.
Njarðvík-Fjölnir 95-94 (28-26, 20-22, 13-21, 26-18, 8-7)
Stigaskor Njarðvíkur: Lele Hardy 44/22 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir, Eyrún Líf Sigurðardóttir 17, Salbjörg Sævarsdóttir 16/12 fráköst/4 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 9/4 fráköst/8 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 3, Ásdís Vala Freysdóttir 3/4 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 3.