Þrír Suðurnesjamenn í U-19 knattspyrnu landsliðinu
Tveir Keflvíkingar og einn Grindvíkingur, eru í U-19 ára landsliðshópi Íslands sem mætir Svíum í tveimur æfingaleikjum í knattspyrnu. Leikirnir verða í Kórnum þriðjudaginn 4. mars og í Egilshöll fimmtudaginn 6. mars.
Þetta eru þeir Daníel Grétar Leósson úr Grindavík og þeir Elías Már Ómarsson og Samúel Kári Friðjónsson úr Keflavík en Samúel er á mála hjá enska liðinu Reading.
Elías Már hefur tekið þátt í átta leikjum U-19 liðsins og skorað í þeim tvö mörk. Samúel hefur verið tíu sinnum í Íslandstreyju og Daníel Grétar hefur fimm sinnum verið í landsliðinu og skoraði eitt mark m.a. í 3-0 sigurleik gegn Skotum í sept. sl.
Samúel Kári í Reading búningi og Daníel Leó með Grindavík í fyrra.