Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Íþróttir

Þrír Suðurnesjaleikir í kvennakörfunni
Miðvikudagur 28. október 2009 kl. 14:28

Þrír Suðurnesjaleikir í kvennakörfunni


Suðurnesjaliðin í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik leika öll í kvöld þegar fjórða umferð deildarinnar hefst. Keflavík tekur á móti KR, Grindavík gerir strandhögg í Stykkishólmi og Njarðvík mætir Val á Hlíðarenda.

Keflavíkurstúlkur verða að taka á því í kvöld gegn KR-liðinu sem er taplaust eftir fyrstu þrjár umferðirnar og er á mikilli siglingu. Keflavík hefur aftur á móti ekki unnið leik.

Grindavík hefur unnið einn leik og tapað tveimur, öfugt við Snæfell sem er með tvo sigra og eitt tap. Njarðvík og Valur eru á svipuðum slóðum með einn unnin leik og tvo tapaða.
--

VFmynd/Þorgils - Keflavíkurstúlkur hafa átt sína góðu daga gegn KR. Hvað gera þær í kvöld?