Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Þrír nýir leikmenn til Þróttar Vogum
Viktor Smári Segatta (til hægri).
Fimmtudagur 15. febrúar 2018 kl. 10:02

Þrír nýir leikmenn til Þróttar Vogum

Þróttur Vogum hefur gert samning við þrjá leikmenn sem munu leika með liðinu í 2. deild í knattspyrnu í sumar. Leikmennirnir eru Viktor Smári Segatta, Finnur Árni Viðarsson og Brynjar Sigþórsson.
Viktor, sem er fæddur 1992, lék með Gróttu í 1. deildinni í fyrra og skoraði hann með þeim fimm mörk, hann hefur einnig leikið með norska liðinu Stord í 3. deild. Viktor er uppalinn hjá FH og hefur leikið með Haukum, ÍR og Gróttu.

Finnur Árni kemur frá Þrótti Reykjavík og er hann tvítugur varnarmaður, hann lék áður með FH í 2. flokki en Finnur hefur æft með Þrótti undanfarin misseri. Brynjar er tvítugur líkt og Finnur og kemur hann frá FH, hann byrjaði að æfa með Þrótti fyrir nokkrum vikum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024