Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrír Njarðvíkingar í landsliðið
Ingólfur, Heiðrún og Daníel voru sátt með árangur sinn á Reykjavíkurleikunum.
Laugardagur 1. febrúar 2020 kl. 10:28

Þrír Njarðvíkingar í landsliðið

Júdófólk vann til verðlauna á RIG

Um helgina fór fram keppni í júdó í Reykjavík International Games (RIG). Njarðvíkingar sendu sína sterkustu keppendur, þau Andrés Nieto Palma, Jóel Helga Reynisson, Guðmund Stefán Gunnarsson, Heiðrúnu Fjólu Pálsdóttur, Daníel Dag Árnason og Ingólf Rögnvaldsson.

RIG er alþjóðlegt mót þar sem einungis er keppt í fullorðinsflokki og fjöldinn allur af erlendum keppendum sem taka þátt í öllum flokkum. Þeir Ingólfur og Daníel stóðu sig best karlanna í Njarðvík og hvor um sig kræktu í brons eftir margar erfiðar viðureignir. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir skráði sig í sögubækur Njarðvíkur og vann til fyrstu silfurverðlauna félagsins í þessu sterka móti. Hún sigraði þrjá andstæðinga af fjórum og átti jafna viðureign við sigurvegara flokksins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Góður árangur Njarðvíkinga

Keppt var í tíu flokkum á Reykjavíkurleikunum, júdódeild Njarðvíkur stóð sig vel með ein silfur- og tvenn bronsverðlaun af þeim ellefu verðlaunum sem Íslendingar unnu til á mótinu.

Eftir að hafa sýnt frábæran árangur í þessu sterka móti hafa þau Daníel, Ingólfur og Heiðrún öll verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á Danish Open sem fer fram í Danmörku 8. og 9. febrúar.