Þrír leikmenn til Keflvíkinga
Keflvíkingar fengu þrjá nýja leikmenn til liðsins í dag en það eru allt fyrrverandi liðsmenn sem hafa verið að reyna fyrir sér í atvinnumennsku að undanförnu.Þetta eru þeir Haukur Ingi Guðnason sem kemur frá Liverpool, Jóhann B. Guðmundsson frá Watford og Ómar Jóhannsson sem hefur verið á mála hjá sænska liðinu Malmö. Haukur Ingi og Jóhann léku síðast með Keflavík fyrir 3 árum síðan þegar liðið varð bikarmeistari. Allir þessir kappar hafa leikið í yngri landsliðum Íslands og eru því kunnir nýja þjálfaranum Gústaf Björnssyni.
Þetta er mikill fengur fyrir okkur“, sagði Rúnar Arnarson, formaður Knattspyrnuráðs Keflavíkur á blaðamannafundi sem haldinn var í dag. Strákarnir voru ánægðir og sögðust hlakka til að leika á ný með sínu gamla félagi. Haukur hefur átt við meiðsl að stríða síðan í sumar en er orðinn góður af þeim. Hann átti aðeins eftir um sex mánuði af samningi sínum við Liverpool og kemur til landsins alkominn heim nú fljótlega eftir áramótin. „Ég stefni að því að fara í háskólann þannig að það ýtti líka á að ég kæmi heim“, sagði Haukur og bætti því við að hann væri bjartsýnn á komandi tímabil fyrir Keflavík. „Þetta er búinn að vera erfiður tími en lærdómsríkur. Það hefur bæst mikið við leikmannahóp Watford og ég hef ekki verið í náðinni hjá framkvæmdastjóranum. Ég leit því á málið þannig að það væri gott að koma heim til að fá að spila en draumurinn er síðan að komast aftur í atvinnumennskuna“, sagði Jóhann og undir það tók Haukur.
Ómar Jóhannsson er uppalinn í Keflavík og lék með öllum yngri flokkum félagsins. Hann er markvörður og þykir mikið efni. Ómar mun keppa við Gunnleif Gunnleifsson sem þó hefur verið að reyna að komast í atvinnumennsku. Hann er á leið til Bretlands nú strax eftir áramótin og því allt opið hjá honum.
Það er ljóst
Þetta er mikill fengur fyrir okkur“, sagði Rúnar Arnarson, formaður Knattspyrnuráðs Keflavíkur á blaðamannafundi sem haldinn var í dag. Strákarnir voru ánægðir og sögðust hlakka til að leika á ný með sínu gamla félagi. Haukur hefur átt við meiðsl að stríða síðan í sumar en er orðinn góður af þeim. Hann átti aðeins eftir um sex mánuði af samningi sínum við Liverpool og kemur til landsins alkominn heim nú fljótlega eftir áramótin. „Ég stefni að því að fara í háskólann þannig að það ýtti líka á að ég kæmi heim“, sagði Haukur og bætti því við að hann væri bjartsýnn á komandi tímabil fyrir Keflavík. „Þetta er búinn að vera erfiður tími en lærdómsríkur. Það hefur bæst mikið við leikmannahóp Watford og ég hef ekki verið í náðinni hjá framkvæmdastjóranum. Ég leit því á málið þannig að það væri gott að koma heim til að fá að spila en draumurinn er síðan að komast aftur í atvinnumennskuna“, sagði Jóhann og undir það tók Haukur.
Ómar Jóhannsson er uppalinn í Keflavík og lék með öllum yngri flokkum félagsins. Hann er markvörður og þykir mikið efni. Ómar mun keppa við Gunnleif Gunnleifsson sem þó hefur verið að reyna að komast í atvinnumennsku. Hann er á leið til Bretlands nú strax eftir áramótin og því allt opið hjá honum.
Það er ljóst