Íþróttir

Þrír leikmenn frá Suðurnesjum í U20 ára landsliðinu
Ingvi Þór Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur
Mánudagur 18. júní 2018 kl. 09:55

Þrír leikmenn frá Suðurnesjum í U20 ára landsliðinu

Ingvi Þór Guðmundsson, Grindavík, Jón Arnór Sverrisson, Keflavík og Snjólfur Marel Stefánsson, Njarðvík eru í tólf manna hóp U20 landsliðs karla í körfu sem tekur þátt í undir 20 ára Evrópumóti karla.

Þetta er í annað sinn sem íslenska liðið leikur í A-deild U20 liða hjá körlum en mótið fer fram í Þýskalandi í borginni Chemnitz og leikiuð verður dagana 14.-22. júlí. Þar mun liðið keppa í D-riðli og mætir það Ítalíu, Svíþjóð og Serbíu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Liðið í heild sinni:
Andrés Ísak Hlynsson KR
Árni Elmar Hrafnsson Breiðablik
Arnór Hermannsson KR
Bjarni Guðmann Jónsson Skallagrímur
Eyjólfur Ásberg Halldórsson Skallagrímur
Hákon Örn Hjálmarsson ÍR
Ingvi Þór Guðmundsson Grindavík
Jón Arnór Sverrisson Keflavík
Sigurkal Róbert Jóhannesson ÍR
Snjólfur Marel Stefánsson Njarðvík
Sveinbjörn Jóhannesson Breiðablik
Þórir G. Þorbjarnarson Nebraska, USA

Þjálfari: Israel Martin
Aðstoðarþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson