Þrír leikir í Dominos deild kvenna í kvöld
Suðurnesjaliðin þrjú, Njarðvík, Keflavík og Grindavík spila öll í þriðju umferð Dominos deildar kvenna í kvöld.
Njarðvíkingar fá Stjörnuna í heimsókn í Ljónagryfjuna, Keflavík tekur á móti Haukum í TM höllinni og Grindvíkingar sækja Skallagrím heim í Borgarnes. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15.






