Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 10. mars 2008 kl. 09:31

Þrír leikir á þremur dögum hjá Maríu og félögum

María Ben Erlingsdóttir og félagar í UTPA háskólakörfuboltaliðinu í Bandaríkjunum héldu mót á dögunum þar sem þrír leikir voru leiknir á þremur dögum. Mótið heitir Womens´s National Independent og fór fram á heimavelli UTPA.

Lið UTPA vann fyrsta leikinn í mótinu en tapaði næstu tveimur. Fimmtudaginn 6. mars lék UPTA á móti Utah Valley skólanum og hafði þar 71-64 sigur í leiknum. María lék í 21 mínútu í leiknum og gerði 6 stig.

Föstudaginn 7. mars lék UTPA á móti NJIT skólanum og mátti sætta sig við 49-59 ósigur. María lék í 5 mínútur í leiknum og tók 1 frákast.

Þriðji og síðasti leikurinn í mótinu var gegn Chicago State skólanum en sá leikur tapaðist með naumindum, 54-59. María lék í 4 mínútur og tókst henni ekki að komast á blað í leiknum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024