Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrír Keflvíkingar í landsliði Willums
Þriðjudagur 18. janúar 2011 kl. 18:13

Þrír Keflvíkingar í landsliði Willums

Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari Futsal-landsliðs Íslands, tilkynnti í dag 15 manna hóp sem leikur í undankeppni Evrópukeppninnar en riðillinn verður leikinn hér á landi um næstu helgi. Þrír Keflvíkingar eru í hópnum, þeir Guðmundur Steinarsson, Haraldur Freyr Guðmundsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson. Þá var einnig tilkynnt að Zoran Daníel Ljubicic verður Willum til aðstoðar ásamt Ejub Puricevic. Eins og áður hefur komið verður liðsstjórn Keflavíkur Willum einnig innan handar. Liðið mætir Lettlandi á föstudag, Armeníu á laugardag og Grikklandi á mánudag. Leikirnir fara fram að Ásvöllum í Hafnarfirði.

frá þessu er greint á keflavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024