Miðvikudagur 27. febrúar 2002 kl. 16:26
Þrír Keflvíkingar í landsliði Íslands sem mætir Brasilíu
Í mars nk. munu Íslendingar spila vináttulandsleik við Brasilíu í knattspyrnu. Þrír Keflvíkingar eru í liðinu en það eru þeir Haukur Ingi Guðnason, Guðmundur Steinarsson og Hjálmar Jónsson. Grindvíkingarnir Grétar Hjartarsson og Ólafur Bjarnarson voru einnig valdir í liðið.