Þrír Keflvíkingar í A-landsliðinu
Keflvíkingar eiga svo sannarlega sinn hluta í A-landsliði Íslands í knattspyrnu sem tilkynnt var fyrir skemmstu. Þar eru þeir Stefán Gíslason, Haraldur Guðmundsson og Hjálmar Jónsson sem allir hafa klæðst Keflavíkurbúningnum mislengi þó.
Haraldur er þarna valinn í landsliðshópinn í fyrsta sinn en hann hefur byrjað atvinnumannsferilinn hjá AAlesund í Noregi með miklum látum. Skemmtilegt er að geta þess að systir Haraldar, Bryndís var einmitt valin til að leika körfuknattleik fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem hefjast innan skamms.
Hér má sjá viðtal við Harald á fotbolti.net.