Þrír Íslandsmeistaratitlar til Suðurnesjafólks
Tveir Íslandsmeistaratitlar til Grindavíkur, þrjú silfur og eitt brons
Júdódeild UMFG tók þátt í Íslandsmóti yngri flokka um helgina. Hópurinn var félaginu til mikils sóma sem endranær og náði frábærum árangri. Grindavík sendi sjö þátttakendur á mótið en heildarfjöldi keppenda var 56 frá sjö félögum.
Zofia Dreksa varð Íslandsmeistari stúlkna U13 -40 og Kent Mazowiecki var Íslandsmeistari í flokki drengja U21 -66.
Frammistaða Grindvíkinga á mótinu var eftirfarandi:
Stúlkur U13 -40
Zofia Dreksa, Íslandsmeistari
Natalía Gunnarsdóttir, 2. sæti
Drengir U13 -60
Markús Ottason, 2. sæti
Stúlkur U15 -57
Friðdís Elíasdóttir, 4. sæti
Drengir U15 -66
Kent Mazowiecki, Íslandsmeistari
Stúlkur U21 -70
Tinna Ingvarsdóttir, 2. sæti
Drengir U21 -90
Ísar Guðjónsson, 3. sæti
Ingólfur Rögnvaldsson Íslandsmeistari
Daníel Árnason úr Júdófélagi Reykjanesbæjar lenti í öðru í sínum flokki (drengir U21 -66) en hann keppti í þyngdarflokki upp fyrir sig. Suðurnesjamaðurinn Ingólfur Rögnvaldsson, sem keppir fyrir Júdófélag Reykjavíkur, varð Íslandsmeistari í flokki drengja U21 -73.
Frábær árangur og enn og aftur sýnir Suðurnesjafólk að júdóíþróttin stendur framarlega á Reykjanesskaganum.