Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrír heimaleikir framundan í kvennaboltanum
Miðvikudagur 24. nóvember 2010 kl. 08:33

Þrír heimaleikir framundan í kvennaboltanum


Njarðvík tekur á móti Snæfelli kl. 19:15 í Ljónagryfjunni í kvöld í IE-deild kvenna í körfuknattleik. Njarðvíkurliðinu hefur gengið ágætlega í deildinni og er í fjórða sæti með átta stig.

Keflavík tekur á móti KR í Iceland Express deild kvenna á laugardaginn. Keflavík er í öðru sæti deildarinnar með 14 stig og sjö unna leiki í átta umferðum. Lið Hamars er í efsta sæti með fullt hús stiga og mætir Fjölni sem situr í neðsta sæti deildarinnar. Reikna má með að Hamar vinni sinn níunda sigur í röð og því er mikilvægt fyrir Keflavíkurstúlkur að sigra til að Hamar fái ekki of mikið forskot í toppbaráttunni.

Á laugardaginn leika Grindavík og Haukar í Grindavík kl. 16. Grindavík er í næst neðsta sæti deildarinnar en Haukar í því fimmta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staðan í deildinni er annars þessi: