Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Þrír fengu svart belti
Sunnudagur 31. maí 2015 kl. 07:00

Þrír fengu svart belti

Á miðvikudag var haldið svartbeltispróf hjá taekwondo deild Keflavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem Keflavíkurdeildin heldur svartbeltispróf algjörlega án utanaðkomandi aðstoðar en nýverið fékk Helgi Rafn Guðmundsson yfirþjálfari réttindi til að gráða svört belti í taekwondo. Það voru þrír ungir drengir að taka próf fyrir svokallaðri poom gráðu en það er rautt og svart belti sem er fyrir þá sem hafa ekki náð aldri til að bera svartbeltisgráðu.

Bartosz Wiktorowicz 1. poom
Daníel Aagard-Nilsen Egilsson 1. poom
Ágúst Kristinn Eðvarðsson 2. poom

Allir stóðust þeir prófið með glæsibrag og er það orð manna að þetta hafi verið eitt glæsilegasta próf í manna minnum.

Helgi Rafn og 10 aðrir svartbeltingar Keflavíkur og Grindavíkur dæmdu prófið.

Myndir eru frá Tryggva Rúnarssyni.









Public deli
Public deli