Þrír af Suðurnesjum í liði ársins - Andri efnilegastur
Í 2. deild karla voru þrír Suðurnesjamenn valdir í lið ársins af hinni vinsælu vefsíðu, fótbolti.net. Það voru þeir Einar Marteinsson og Andri Fannar Freysson úr Njarðvík og Jóhann Magni Jóhannsson úr Reyni Sandgerði sömuleiðis.
Andri Fannar var svo kjörinn efnilegasti leikmaðurinn í deildinni með yfirburðum en það eru þjálfarar og fyrirliðar sem kjósa.
Í viðtali við vefsíðuna segist segir Andri að frammistaða sín í sumar hafi ekki verið yfir væntingum sjálfs síns. „Ég er búinn að leggja mjög mikið á mig og uppskar eins og ég sáði," segir Andri sem var að æfa körfubolta en hefur ákveðið að einbeita sér að fótboltanum.
Hann veit ekki hvort hann verði áfram með Njarðvík og segist ætla að skoða allt sem býðst. Annars sé hann ekki farinn að pæla mikið í hvert næsta skref verði.
Hér má sjá fréttina í heild sinni