Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðji tapleikur Keflvíkinga
Mánudagur 25. október 2010 kl. 08:47

Þriðji tapleikur Keflvíkinga


Keflvíkingar máttu í þola þriðja tapleikinn í röð í Iceland Express deild karla í körfuknattleik þegar þeir sóttu Hamar heim í gær. Úrslit leiksins urðu 90-85.
Liða Hamars byrjaði með látum og hafði 11 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 29-18. Í öðrum leikhluta skoruðu heimamenn 23 stig á móti 17 stigum Keflvíkinga og staðan í hálffleik var 52-35.
Keflvíkingum gekk erfiðlega að eiga við feikna sterka vörn Hamars sem hafði sterk tök á leiknum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 75-53 og virtist fátt ætla að verða Keflvíkingum til lukku. Í fjórða leikhluta tókst þeim hins vegar loks að brjóta niður varnarmúr heimamanna og saxa niður forskotið. Þeir skoruðu 32 stig á móti 16 í leikhlutanum en þessi góði leikkafli kom of seint og sigurinn var heimamanna.

Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 34 stig fyri Keflavík og Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14 stig.

Mynd/Hörður Axel lét mikið að sér kveða í leiknum og skoraði 34 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024