Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðji tapleikur Grindvíkinga í röð
Föstudagur 29. október 2004 kl. 16:52

Þriðji tapleikur Grindvíkinga í röð

Grindvíkingar töpuðu fyrir nýliðum Fjölnis í gærkvöld 92-83 og þar með sínum þriðja leik í röð. Í fyrra tapaði liðið aðeins fjórum leikjum allt tímabilið og ljóst er að erfitt eða nánast ómögulegt verður fyrir þá að leika það eftir.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Fjölnismenn settu í fluggírinn í 2. leikhluta, í stöðunni 37-38 fyrir Grindavík tóku Fjölnismenn til sinna ráða og skoruðu 20 síðustu stigin í leikhlutanum án þess að Grindvíkingar næðu að svara. Staðan í hálfleik var því 57-38 og heimamenn komnir í þægilega stöðu.

Fjölnismenn misstu dampinn lítið eitt í seinni hálfleik og Grindvíkingar náðu að saxa muninn niður í níu stig þegar best lét en lengra komust þeir ekki. Lokatölur leiksins urðu því 92-83 Fjölni í vil.

Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur í liði Grindvíkinga með 27 stig en Nemanja Sovic gerði 26 stig fyrir Fjölni og Darrel Flake gerði 25 ásamt því að taka 16 fráköst.

Sem stendur eru Grindvíkingar í áttunda sæti deildarinnar með fjögur stig en Fjölnismenn í því þriðja með átta. Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Tindastóli þann 12. nóvember í Grindavík.

Tölfræði leiksins

VF-mynd/ úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024