Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þriðji sigur Njarðvíkinga
Aliyah A'taeya Collier fór fyrir nýliðum Njarðvíkur gegn nýliðum Grindavíkur.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 14. október 2021 kl. 08:59

Þriðji sigur Njarðvíkinga

Grindavík - Njarðvík 58:67

(15:19, 19:13, 14:17, 10:18)

Aliyah A'taeya Collier fór fyrir liði Njarðvíkur sem hafði betur gegn Grindavík í hörkuleik í Subway-deild kvenna í körfuknattleik sem fór fram í HS Orkuhöllinni í gær. Heimaliðið byrjaði leikinn betur en eftir því sem leið á fyrsta leikhluta komust gestirnir betur inn í leikinn og leiddu með fjórum stigum þegar annar leikhluti hófst (15:19). Grindvíkingar bitu frá sér í öðrum leikhluta og sneru dæminu við og höfðu tveggja stiga forystu í hálfleik (34:32).

Seinni hálfleikur var mjög jafn og í járnum framan af en um miðjan fjórða leikhluta voru það gestirnir sem sigu fram úr og náðu mest níu stiga forystu með góðum kafla. Grindavík náði ekki að vinna þann mun til baka og endaði leikurinn með níu stiga sigri Njarðvíkur sem er ósigrað á toppi deildarinnar ásamt Val sem Njarðvíkingar taka á móti næsta miðvikudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Úr leik Grindavíkur og Njarðvíkur. Ljósmyndir: Jón Björn Ólafsson


Frammistaða Grindavíkinga: Robbi Ryan 16/12 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 13/5 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 12/4 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 6, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 5, Arna Sif Elíasdóttir 3, Hulda Björk Ólafsdóttir 3/10 fráköst, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Vigdís María Þórhallsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.

Frammistaða Njarðvíkinga: Aliyah A'taeya Collier 25/10 fráköst/7 stoðsendingar, Lavina Joao Gomes De Silva 15/6 fráköst, Diane Diene 15/6 fráköst, Helena  Rafnsdóttir  7, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 3, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Júlía Rún Árnadóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Eva María Lúðvíksdóttir 0, Vilborg Jonsdottir 0/4 fráköst/5 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.

Tölfræði leiks.


Fjölnir - Keflavík 77:89

(23:26, 22:22, 15:15, 17:26)

Daniela Wallen Morillo átti stórleik í sínum fyrsta leik með Keflavík á tímabilinu og skoraði 34 stig í góðum sigri á Fjölni. Leikurinn var mjög jafn og í fyrri hálfleik skiptust liðin á forystunni, Keflavík seig hins vegar fram úr og leiddi í hálfleik með þremur stigum (45:48). Keflvíkingar héldu forystunni út leikinn og leyfðu Fjölniskonum aldrei að jafna því fór það svo að Keflavík stóð uppi sem sigurvegari, 77:89.

Daniella Wallen í leik með Keflavík á síðasta tímabili. Hún kom inn í liðið gegn Fjölni og þakkaði fyrir sig með 34 stigum og átján fráköstum.

Frammistaða Keflvíkinga: Daniela Wallen Morillo 34/18 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 23, Tunde Kilin 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 6/5 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 4, Agnes María Svansdóttir 3, Eva María Davíðsdóttir 2, Anna Lára Vignisdóttir 2, Gígja Guðjónsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/5 fráköst.

Tölfræði leiks.