Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þriðja þrennan hjá Brittany í vetur
Fimmtudagur 31. janúar 2019 kl. 09:53

Þriðja þrennan hjá Brittany í vetur

Keflavík heldur efsta sæti í Domino’s deild kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum á útivelli í gærkvöldi. Liðið er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar.
Liðið þurfti að hafa fyrir sigrinum í gær í mjög jöfnum og spennandi leik. Brittany Dinkins átti enn einn stórleikinn þó hún hafi oft skorað meira en hún setti 19 stig, tók 17 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þetta var þriðja „þrennan“ hennar í vetur.

Keflavík: Brittanny Dinkins 19/17 fráköst/10 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 17/11 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/7 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Erna Hákonardóttir 6, Elsa Albertsdóttir 4, Irena Sól Jónsdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Anna Ingunn Svansdóttir 0, María Jónsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024