Þriðja tap Grindvíkinga í röð
Grindvíkingar mættu ÍR-ingum í kvöld í Domino´s deild karla í körfubolta. Leikurinn endaði 97-90 fyrir ÍR-ingum, en þar með var leikurinn þriðji tapleikur Grindvíkinga í röð.
Stigahæstur í liði Grindvíkinga var Dagur Kár Jónsson, en hann var með 22 stig og 5 stoðsendingar. Þá var Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 21 stig og 12 fráköst og Rashad Whack með 21 stig.
Grindvíkingar fá Val næst í heimsókn í Mustad höllina í Grindavík, en það verður næstkomandi fimmtudag kl. 19:15.