Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðja tap Grindavíkur
Þriðjudagur 15. maí 2018 kl. 21:12

Þriðja tap Grindavíkur

Grindavík tók á móti Val í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í dag, lokatölur leiksins voru 3-0 fyrir gestina. Leikurinn byrjaði heldur betur með látum en á sjöttu mínútu skoraði Málfríður Erna Sigurðardóttir fyrir Val eftir hornspyrnu. Grindavík átti skyndisókn á tólftu mínútu en náði ekki að nýta færið. Tveimur mínútum seinna skoraði Valur sitt annað mark á fjórtándu mínútu með marki frá Ásdísi Karen Halldórsdóttur en markið skoraði hún af 25 metra færi í vinkilinn.

Grindavík náði lítið að koma sér í færi á fyrstu mínútum leiksins og voru Valskonur líklegri til að bæta við þriðja markinu en þær stjórnuðu algjörlega leiknum á fyrstu mínútum hans. Viviane, markmaður Grindavíkur varði vel gegn Elínu Mettu á 29. mínútu og Grindavík stálheppið að lenda ekki þremur mörkum undir, leikurinn var töluvert rólegur þegar leið á fyrri hálfleikinn en lið Vals hélt áfram að stjórna honum. Grindavík náði þó að koma sér í nokkur færi sem ekkert varð úr, staðan 0-2 í hálfleik fyrir Val.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viviane varði vel þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og lokaði vel fyrir skot frá Hlín Eiríksdóttur. Valur hélt áfram að sækja stíft líkt og í fyrri háfleik en náði ekki að nýta færin sín, Grindavík fékk horn á 52. mínútu sem ekkert varð úr. Heimakonur sýndu mikla baráttu í seinni hálfleik og þegar leið á hann hálfleikinn varð hann nokkuð jafn þrátt fyrir að engin mörk hafi enn verið komin á 64. mínútu. Linda Eshun leikmaður Grindavíkur fékk dæmt á sig víti eftir að hafa brotið á Elínu Mettu Jensen og skoraði hún úr vítinu á 66. mínútu og staðan því 0-3.

Grindavík gerði skiptingu á liði sínu þegar Áslaug Gyða Birgisdóttir fór út af og Margrét Hulda Þorsteinsdóttir kom inn á á 70. mínútu. Una Rós Unnarsdóttir kom inn á fyrir Helgu Guðrúnu Kristinsdóttur á 77. mínútu þegar Grindavík gerði sína aðra skiptingu. Linda Eshun fékk gult spjald fyrir að brjóta á Crystal Thomas, leikmanni Breiðabliks á 81. mínútu, annað gula spjald leiksins en Elín Metta Jensen fékk gult spjald þremur mínútum áður fyrir uppsöfnuð brot.

Grindavík gerði sína síðustu skiptingu í leiknum á 86. mínútu þegar Unnur Guðrún Þórarinsdóttir kom inn á fyrir Berglindi Ósk Kristjánsdóttur. Fleira gerðist ekki í leiknum og lokatölur því 3-0 fyrir Val og þriðji sigur Grindavíkur því staðreynd í Pepsi-deildinni.

Hilmar Bragi, blaðamaður Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir á leiknum í kvöld.