Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þriðja sætið í sjónmáli
Mánudagur 18. júlí 2005 kl. 13:36

Þriðja sætið í sjónmáli

Keflavík tekur á móti ÍBV í 11. umferð Landsbankadeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Keflavíkurvelli en með sigri í leiknum geta Keflvíkingar endurheimt þriðja sætið af Fylkismönnum.

Fylkir er með tveggja stiga forskot á Keflavík en þeir síðarnefndu eiga leikinn í kvöld til góða. ÍBV er í níunda sæti deildarinnar með 9 stig eftir 10 leiki og þurfa því nauðsynlega á sigri í leiknum að halda.

Staðan í deildinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024