Þriðja rimman í kvöld
Grindvíkingar gætu tryggt sér farseðilinn í úrslitin í Iceland Express-deildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í þriðja sinn. Sigra þarf þrjá leiki og hafa Grindvíkingar þegar sigrað tvo spennandi leiki. Þór Þorlákshöfn gerði sér lítið fyrir í gær og sigraði KR á útivelli og eins og staðan er núna eru ágætis líkur á því að Grindavík og Þór mætist í úrslitum, þó er það hvergi nærri öruggt.
Leikurinn í Röstinni í Grindavík hefst klukkan 19:15 að venju.