Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Þrettán stelpur af Suðurnesjum í átján manna liði U15
Körfuknattleikskonur af Suðurnesjum á góðri stund. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Föstudagur 16. júní 2017 kl. 15:14

Þrettán stelpur af Suðurnesjum í átján manna liði U15

Í gær héldu U15 ára lið Íslands í körfuknattleik út til Kaupmannahafnar þar sem þau keppa á Copenhagen-Invitational mótinu í Farum í Danmörku. Nokkuð merkilegt hlýtur að þykja að í átján manna liði kvennaliðsins eru þrettán stelpur af Suðurnesjunum. Fimm stelpur eru frá Grindavík, sjö úr liði Keflavíkur og ein úr Njarðvík.

 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Leikmennirnir sem um ræðir eru Aníta Sif Kristjánsdóttir (Grindavík), Erna Dís Friðriksdóttir (Keflavík), Edda Karlsdóttir (Keflavík), Eva María Davíðsdóttir (Keflavík), Hjördís Lilja Traustadóttir (Keflavík), Jenný Elísabet Ingvarsdóttir (Keflavík), Jenný Geirdal Kjartansdóttir (Grindavík), Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir (Grindavík), Sara Lind Kristjánsdóttir (Keflavík), Telma Rún Ingvadóttir (Keflavík), Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir (Grindavík), Una Rós Unnarsdóttir (Grindavík) og Þórunn Friðriksdóttir (Njarðvík).

 

Þjálfari liðsins er Árni Þór Hilmarsson og Heiðrún Kristmundsdóttir er aðstoðarþjálfari.